Home Fréttir Í fréttum Ístak byggir Fossvogsbrú og hefst handa í vor

Ístak byggir Fossvogsbrú og hefst handa í vor

39
0
Skjáskot af Ruv.is

Samið hefur verið við Ístak um byggingu Fossvogsbrúar. Hún er hluti af fyrsta áfanga Borgarlínu sem á að vera lokið árið 2031, en brúin á að vera tilbúin árið 2028.

Samningar hafa tekist milli Betri samgangna og verktakafélagsins Ístaks um gerð Fossvogsbrúar. Smíði hennar er fyrsta stóra framkvæmdin í fyrsta áfanga Borgarlínu og tengir Reykjavík og vesturhluta Kópavogs yfir Fossvog. Samningurinn hljóðar upp á rúma 7,6 milljarða króna.

Framkvæmdir hefjast á næsta ári og er gert ráð fyrir að brúin verði tekin í notkun haustið 2028. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, segir samninginn marka tímamót.

„Núna er að hefjast stærsta einstaka framvæmdin í, fyrstu lotu Borgarlínunnar. Nær frá Hamraborg, um Vatnsmýrina, miðbæinn og svo upp á Höfða og á að vera tilbúin árið 2031.“

„Þetta er mjög flott verkefni og verður mikið kennileiti hérna á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Karl Andreassen, forstjóri Ístaks.

Heimild: Ruv.is