Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við rannsóknahús nýs Landspítala

Framkvæmdir við rannsóknahús nýs Landspítala

8
0
Mynd: NLSH.is

Framkvæmdir við nýtt rannsóknahús við Landspítala eru á lokaspretti. Unnið er nú að steypu á efstu hæð byggingarinnar þar sem síðasta þakplatan er í vinnslu og gert er ráð fyrir að steypuvinnu ljúki fljótlega.

„Verktakinn vinnur nú að því að ljúka steypuvinnu í austari hluta hússins, sem klárast fljótlega. Stefnt er að því að uppsteypu hússins ljúki um svipað leyti, þó að uppsetning stálvirkja standi lengur og eftir er að setja upp stál fyrir utanáliggjandi flóttastigahús og tæknigöng,“ segir Árni Kristjánsson, staðarverkfræðingur hjá NLSH.

Samhliða undirbúningi lokastigs byggingarinnar stendur yfir vinna við smíði þakglugga, stiga og handriða, auk þess sem útboð þakfrágangs hússins er í vinnslu. Þegar steypuvinnu lýkur tekur við umfangsmikil vinna í verklok í húsinu.

Heimild: NLSH.is