Home Fréttir Í fréttum Breikka kafla hringvegar í Mosfellsbæ

Breikka kafla hringvegar í Mosfellsbæ

83
0

Vega­gerðin hef­ur aug­lýst eft­ir til­boðum í end­ur­bygg­ingu og breikk­un auk lagna­vinnu á hring­veg­in­um í Mos­fells­bæ. Um er að ræða 520 metra kafla milli Langa­tanga og Reykja­veg­ar. Þetta er eini kafl­inn á Vest­ur­lands­vegi í Mos­fells­bæ, þar sem akst­urs­stefn­ur eru ekki aðskild­ar núna.

Fram kem­ur í um­sókn um fram­kvæmda­leyfi að Vega­gerðin, í sam­ráði við Mos­fells­bæ, Landsnet og Veit­ur, hafi und­ir­búið fram­kvæmd­ir við veg­arkafl­ann.

Þessi kafli hring­veg­ar sé nú fjór­ar ak­rein­ar en und­ir­bygg­ing veg­ar­ins sé ekki nægi­lega góð auk þess sem akst­urs­stefn­ur séu ekki aðskild­ar.

Auk end­ur­bóta á hring­veg­in­um verði gerð ný teng­ing að Sunnukrika. Landsnet og Veit­ur muni svo end­ur­nýja há­spennu­strengi sem liggja í veg­in­um.

Helsta mark­mið fram­kvæmd­ar­inn­ar er að auka um­ferðarör­yggi og af­köst veg­ar­ins, eins og seg­ir í lýs­ing­unni. Tvær ak­rein­ar verða í hvora átt, 3,5 metra breiðar, og miðdeili verður þrír metr­ar að breidd með tvö­földu vegriði.

Það sem er e.t.v. sér­stakt við þetta útboð er að vinna á staðnum hefst ekki fyrr en í apríl/​maí á næsta ári (2022), sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Vega­gerðar­inn­ar.

Um leið og fram­kvæmd­ir hefjast þarf að þrengja að um­ferð (er núna 2+2 ak­rein­ar og fer í 1+1). Um­ferð um veg­inn verður færð til norðurs á meðan unnið er við bergsker­ing­ar sunn­an veg­ar­ins.

Þegar lokið er við breikk­un hring­veg­ar til suðurs og gerð nýrr­ar teng­ing­ar að Sunnukrika verður um­ferðin færð yfir á nýja veg­hlut­ann á meðan unnið verður norðan­meg­in.

Verkið ekki unnið að vetri
„Vega­gerðin set­ur þetta skil­yrði um að ekki megi breyta um­ferðar­skipu­lagi á hring­vegi (1) á meðan vetr­araðstæður eru,“ seg­ir G. Pét­ur Matth­ías­son upp­lýs­inga­full­trúi.

Til­boðum í verkið skal skilað til Vega­gerðar­inn­ar fyr­ir kl. 14:00 þriðju­dag­inn 21. des­em­ber 2021.

Sum­arið 2020 var Vest­ur­lands­veg­ur, milli Skar­hóla­braut­ar og Langa­tanga, breikkaður. Á þess­um 1.100 metra kafla í Mos­fells­bæ var 2+1-veg­ur og mynduðust oft bíl­araðir á álags­tím­um. Eft­ir breikk­un eru tvær ak­rein­ar í hvora átt og akst­urs­stefn­ur aðskild­ar með vegriði.

Heimild: Mbl.is

Previous articleOf­fram­boð af skrif­stofu­hús­næði
Next articleÓðinsbryggjan gamla er að hverfa