Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Unnið við uppsetningu utanhússklæðningar við Grensásdeild

Unnið við uppsetningu utanhússklæðningar við Grensásdeild

29
0
Mynd: NLSH..is

Framkvæmdir við stækkun Grensásdeildar ganga vel og eru á áætlun. Nú er hafin uppsetning á utanhússklæðningu hússins, þar sem notaðar eru Dekton-steinplötur í bland við formbeygða álklæðningu, sem sameina vandað útlit og góða endingu.

„Klæðningin er hluti af lokaáfanga ytri frágangs og gefur byggingunni sitt endanlega yfirbragð. Nýbyggingin er hönnuð með svipuðu yfirbragði og eldri byggingin, þannig að heildarsvipur Grensásdeildar haldist sem mest óbreyttur.

Mynd: NLSH..is

Að innan heldur áfram vinna við lagnir og frágang, en á ytra byrði má nú sjá form og efnisval nýbyggingarinnar taka á sig lokamynd. Verkefnið gengur samkvæmt verkáætlun,” segir Kristinn Jakobsson verkefnastjóri hjá NLSH.

Heimild: NLSH.is