Home Fréttir Í fréttum Rakaskemmdir á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri

Rakaskemmdir á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri

7
0
Þegar hefur verið gripið til aðgerða vegna rakaskemmda á dag- og göngudeild geðsviðs SAk eftir að rakaskemmdir greindust í sýnum þaðan. RÚV – Sölvi Andrason

Niðurstöður úr sýnum Eflu sem tekin voru á dag- og göngudeild Sjúkrahússins á Akureyri sýna að rakaskemmdir eru í húsinu og nauðsynlegt að bregðast við. Þegar hefur verið gripið til aðgerða segir í tilkynningu sjúkrahússins.

Sýni sem tekin voru af Eflu verkfræðistofu í húsnæði dag- og göngudeildar Sjúkrahússins á Akureyri sýna mengaðar niðurstöður vegna rakaskemmda. Í tilkynningu frá SAk segir að niðurstöðurnar séu á þá leið að nauðsynlegt sé að bregðast við.

Þegar hefur verið ráðist í þær aðgerðir sem hægt er án tafar, svo sem grisjun, aukaþrif, frekari loftræstingu, upplýsingagjöf og stuðning. Auk þessa sé unnið að aðgerðaáætlun til lengri tíma.

„Í þessu ferli er megináhersla lögð á að tryggja velferð skjólstæðinga og starfsfólks,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Í sumar sagði fréttastofa frá því að rannsóknardeild sjúkrahússins hefði verið færð til innanhúss þegar myglusveppur greindist þar í gólfi.

Heimild: Ruv.is