
Glerhálka var á Þingvallavegi þegar ökumaður steypubíls missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bíllinn valt og ökumaðurinn lést. Ökumaðurinn var óspenntur og á ólöglegum hraða en því til viðbótar hafði vegurinn tekið að síga og halla.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur birt skýrslu um banaslysið sem varð á Þingvallavegi við Vaðlækjarveg, í nágrenni við Álftavatn.
Samkvæmt ökurita var bifreiðinni ekið á allt að 90 km/klst rétt fyrir slysið en leyfður hámarkshraði á slysstað var 70 km/klst.
Heimild: Mbl.is











