Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Byggingin langt á veg komin

Byggingin langt á veg komin

178
0
Hús íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík er langt. Mynd: mbl.is/Unnur Karen

Eins og sést á mynd­inni hér til hliðar er bygg­ing Húss ís­lensk­unn­ar við Arn­gríms­götu í Reykja­vík langt á veg kom­in.

<>

Húsið kem­ur til með að hýsa fjöl­breytta starf­semi Stofn­un­ar Árna Magnús­son­ar í ís­lensk­um fræðum og Íslensku- og menn­ing­ar­deild Há­skóla Íslands.

Að sögn Ant­ons Arn­ar Schmidhauser, verk­efna­stjóra hjá Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins, er nú unnið að því að setja upp glugga og ganga frá hús­inu. Auk þess er vinna inn­an dyra kom­in á fullt.

Þá seg­ir Ant­on að fram­kvæmd­irn­ar séu sam­kvæmt upp­haf­legri rekstr­aráætl­un en að upp­steyp­an, sem lauk um ára­mót­in síðustu, hafi verið held­ur á und­an áætl­un.

Áætlað er að húsið verði til­búið um mitt næsta ár eða í júlí 2022.

Þó seg­ir Ant­on að Árna­stofn­un ætli sér ekki að flytja strax inn í húsið enda þurfi að nást ákveðið rakaj­afn­vægi í hús­inu svo það henti hand­rit­un­um.

Heimild: Mbl.is