Home Fréttir Í fréttum Óhreinsað skólp mun streyma í sjóinn

Óhreinsað skólp mun streyma í sjóinn

86
0
Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík. Mynd: Morgunblaðið/Golli

Óhreinsuðu skólpi verður veitt í sjó frá morgni þriðju­dags 22. júní, til loka vinnu­dags fimmtu­dag­inn 24. júní.

<>

Er þetta vegna teng­inga á nýj­um frá­veitu­lögn­um við gatna­mót Sæ­braut­ar og Snorra­braut­ar. Skólpið er losað um yf­ir­fallsút­rás sem nær um 90 metra frá landi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Veit­um.

Veit­ur munu dæla milli frá­veitu­lagna á svæðinu til að lág­marka eins og kost­ur er þann tíma er skólp fer í sjó og tryggja að magnið verði sem allra minnst, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Minna á að kló­sett séu ekki rusla­föt­ur

„Nú sem endra­nær er fólk minnt á að kló­sett eru ekki rusla­föt­ur og að allt það sem hent er í sal­erni fer í sjó ef dælu- og hreins­istöðvar eru ekki virk­ar. Sjór­inn hreins­ar líf­rænu efn­in hratt og vel og slík meng­un var­ir í skamm­an tíma.

Á þess­um árs­tíma brotna gerl­ar í sjó niður á 1-2 klst. Rusl, eins og blaut­klút­ar, tannþráður, eyrnap­inn­ar, smokk­ar og dömu­bindi, svo fátt eitt sé nefnt, er verra viður­eign­ar og skil­ar sér á end­an­um í fjör­ur sem marg­ar eru nýtt­ar til úti­vist­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar kem­ur fram að fylgst verði með fjör­um í kjöl­far los­un­ar­inn­ar og ef rusl berst í þær verður það hreinsað.

„Fólki er bent á að fara ekki í fjöru eða í sjó í ná­grenni út­rás­ar­inn­ar meðan á fram­kvæmd­un­um stend­ur.“

Heimild: Mbl.is