Fyrsta skóflustungan var tekin að nýju byggingarverkefni í Garðabæ fyrir helgi en munu rísa 276 íbúðir á næstu fjórum árum við götu sem mun Eskiás.
Samkvæmt fréttatilkynningu er áætlað að fyrstu íbúðirnar fari í sölu snemma á næsta ári. Eskiás 1-10 er ný gata á grónu svæði s í Ásahverfinu í Garðabænum skammt frá skólum, leikskólum og íþróttasvæði.
Við Eskiás 1-10 verða byggð níu hús með mismunandi fjölda íbúða í hverju húsi. Séreinkenni íbúðanna í Eskiási er að allar íbúðir verða með sérinngangi.
Húsin mynda ferning utan um skjólgóðan inngarð og eru allar íbúðir með aðgengi eða glugga í átt að inngarðinum. Hæð húsana eru 2-3 hæðir.
Íbúðastærðir eru fjölbreyttar eða frá 70 fm til 135 fm íbúðir sem eru 2 til 5 herbergja. Geymslur eru allar innan íbúða sem eykur notkunargildi þeirra og minnkar þá sameign sem venjulega þarf að greiða fyrir í fjölbýli.
Eina sameign hússins er miðlæg hjóla og vagnageymsla auk tæknirýmis. Inngangar inn í inngarðin er frá báðum langhliðum hússins.
Heimild: Frettabladid.is