Home Fréttir Í fréttum Nýtt í­búðar­hverfi rís í Garða­bæ

Nýtt í­búðar­hverfi rís í Garða­bæ

364
0
Yfirlitsmynd af nýja hverfinu í Garðabæ. Ljósmynd/aðsend

Fyrsta skóflu­stungan var tekin að nýju byggingar­verk­efni í Garða­bæ fyrir helgi en munu rísa 276 í­búðir á næstu fjórum árum við götu sem mun Eski­ás.

<>

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu er á­ætlað að fyrstu í­búðirnar fari í sölu snemma á næsta ári. Eski­ás 1-10 er ný gata á grónu svæði s í Ása­hverfinu í Garða­bænum skammt frá skólum, leik­skólum og í­þrótta­svæði.

Við Eski­ás 1-10 verða byggð níu hús með mis­munandi fjölda í­búða í hverju húsi. Sér­ein­kenni í­búðanna í Eski­ási er að allar í­búðir verða með sér­inn­gangi.

Húsin mynda ferning utan um skjól­góðan inn­garð og eru allar í­búðir með að­gengi eða glugga í átt að inn­garðinum. Hæð húsana eru 2-3 hæðir.

Örn V. Kjart­ans­son, Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar og Magnús Magnús­son taka fyrstu skóflu­stung­una að Eski­ási. Ljósmynd/aðsend

Í­búða­stærðir eru fjöl­breyttar eða frá 70 fm til 135 fm í­búðir sem eru 2 til 5 her­bergja. Geymslur eru allar innan í­búða sem eykur notkunar­gildi þeirra og minnkar þá sam­eign sem venju­lega þarf að greiða fyrir í fjöl­býli.

Eina sam­eign hússins er mið­læg hjóla og vagna­geymsla auk tækni­rýmis. Inn­gangar inn í inn­garðin er frá báðum lang­hliðum hússins.

Heimild: Frettabladid.is