Home Fréttir Í fréttum 16.08.2021 Hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými

16.08.2021 Hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými

90
0
Reykjavíkurborg og Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) efna til hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Mynd: VÍSIR/VILHELM

Reykjavíkurborg og Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) efna til hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými.

<>

Samkeppnin er hönnunarsamkeppni með forvali og er í tveimur þrepum, nafnleyndar er gætt á seinna þrepi samkeppninnar.

Í fyrra þrepi er óskað eftir þáttakendum í forval. Öllum er frjáls þátttaka í forvali en innan teymanna þarf þó að vera að minnsta kosti einn arkitekt og einn landslagsarkitekt.

Markmið samkeppninnar er að fá fram frjóar og áhugaverðar hugmyndir um hönnun samkeppnissvæðisins í takt við þá umbreytingu sem á sér stað í nærumhverfinu. Mikilvægt er að til sé mjög skýr áætlun og hönnun sem ýtir undir að mannlíf og rekstur geti blómstrað og dafnað á svæðinu til framtíðar.

Samkeppnissvæðið nær yfir Lækjartorg, Lækjargötu frá Hverfisgötu að Austurstræti, Austurstræti frá Lækjargötu að Ingólfstorgi og Bankastræti frá Þingholtsstræti.

Samkeppnin fer fram samkvæmt samkeppnislýsingu og gildandi samkeppnisreglum (FÍLA).

Nánari upplýsingar er að finna í á slóðinni: www.reykjavik.is eða hjá Rebekku Guðmundsdóttir á Rebekka.Gudmundsdottir@reykjavik.is.

Sjá meira