Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Byrja að byggja þriðja raðhúsið í Bláargerði á Egilsstöðum

Byrja að byggja þriðja raðhúsið í Bláargerði á Egilsstöðum

150
0
Mynd: Facebook

Austurbygg er að hefja byggingu á þriðja raðhúsinu í Bláargerði á Egilsstöðum. Í því verða fjórar íbúðir.

<>

Ívar Karl Hafliðason eigandi Austurbygg segir að þessar íbúðir séu allar seldar en þær voru auglýstar til sölu fyrr í vetur.

“Við vonumst til að geta afhent þessar íbúðir í október næstkomandi ef allt gengur að óskum,” segir Ívar Karl. “Við lendum í smávegis vandræðum í fyrra með samskonar raðhús vegna COVID það er bygging þess tafðist um nokkrar vikur vegna farsóttarinnar.”

Ívar Karl segir að hann voni að ekki komi til tafa á framkvæmdunum í ár. “Ég er að vona að þetta vesen vegna COVID sé nú að mestu að baki okkar og að tímasetning um afhendingu standist,” segir hann.

Þetta er þriðja raðhúsið sem Austurbygg byggir í Bláargerði og verða þá íbúðirnar orðnar 12 talsins.

Heimild: Austurfrétt.is