Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: „Brekkubæjarskóli – Grundaskóli endurgerð lóða“

Opnun útboðs: „Brekkubæjarskóli – Grundaskóli endurgerð lóða“

202
0

Alls bárust þrjú tilboð í verkið „Brekkubæjarskóli – Grundaskóli endurgerð lóða“ sem Akraneskaupstaður óskaði eftir tilboðum í. Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar var rétt rúmlega 27 milljónir kr.

<>

Tilboðin voru opnuð á fundi skipulags- og umhverfisráð sem leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Sumargarðar ehf. kr. 42.843.500
Lóðaþjónustan ehf.: kr. 26.732.300
Þróttur ehf.: kr. 51.726.882
Kostnaðaráætlun: kr. 27.142.000

Eins og áður segir leggur skipulags – og umhverfisráð til þess að gengið verði til samning við Lóðaþjónustuna ehf. Um er að ræða verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig í jarðvinnu og yfirborðsfrágangi. Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki sem verið hefur í rekstri síðan 1988 og er það með aðsetur í Reykjavík.

Heimild: Skagafrettir.is