Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Fólk hefur kannski meiri tíma til að plana framkvæmdir

Fólk hefur kannski meiri tíma til að plana framkvæmdir

171
0
Mynd: Björgvin Kolbeinsson / RÚV/Landinn
„Við erum að byggja þetta einbýlishús hér í Nonnahaga sem er með alveg geggjuðu útsýni. Það verða gluggar á þessari hliðinni alveg frá lofti og niður í parket og engir póstar að þvælast fyrir þannig að þetta verður býsna flott,“ segir Guðni Rúnar Kristinsson, hjá verktakafyrirtækinu HeiðGuðByggir á Akureyri.
„Þetta færist í aukana að vera með stóra glugga þar sem eitthvað er að sjá.“

Guðni segir nóg að gera í byggingariðnaði í dag og útlitið gott, allavega næstu misseri.

<>

„Það er búið að vera nóg að gera alveg síðasta árið, frá þvi covid skall á.

Við erum í nýbyggingum og viðhaldi, sitt á hvað, og ég held að það sé eins hjá flestum iðnaðarmönnum, nóg að gera.

Ég hef svo sem ekki skýringu á því af hverju það er svona mikið af framkvæmdum núna. Kannski er hluti af skýringunni sá að fólk hefur meiri tíma til að spá í framkvæmdir og koma þeim af stað og kannski síður að nota peningana í annað, allavega ekki ferðalög,“ segir Guðni.

Heimild: Ruv.is