Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Hæsta íbúðarhúsið á Suðurlandi í byggingu á Selfossi

Hæsta íbúðarhúsið á Suðurlandi í byggingu á Selfossi

253
0
Hæsta íbúðarhúsið á Suðurlandi, sem er nú í byggingu á Selfossi, blokk upp á tæplega 19 metra hæð. MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON

Hæsta íbúðarhúsið á Suðurlandi er nú að rísa en það er sex hæða blokk upp á tæpa nítján metra á Selfossi.

<>

35 íbúðir verða í blokkinni en nú þegar er búið að taka 26 íbúðir frá þrátt fyrir að engin íbúð hafi verið auglýst til sölu enn þá.

Það er Pálmatré sem byggir blokkina en hún hefur risið á örskotshraða í austurbænum í grennd við hesthúsahverfið á Selfossi. Útsýnið af þaki blokkarinnar eru mjög fallegt og víðsýnt.

Pálmi Pálsson, eigandi Pálmatrés, sem byggir sex hæða blokkina á Selfossi hér staddur upp á þaki blokkarinnar þar sem sést vel til allra átta.
MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON

„Þetta eru sex hæðir, sem gerir hæðina einhverja nítján metra upp á hæsta topp frá jörðu. Það er mikið útsýni af þakinu, útsýni í allar áttir. Hér er mikið flatlendi þannig að það eru engin fjöll, sem skyggja á nema bara í fjarska,“ segir Pálmi Pálsson, eigandi Pálmatrés.

35 íbúðir eru í blokkinni en Pálmi er ekkert farin að auglýsa íbúðirnar en samt er búið að taka frá 26 íbúðir af áhugasömum kaupendum.

Hér má sjá endanlegt útlit blokkarinnar en fyrstu íbúðirnar verða afhentar í desember næstkomandi.
MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON

„Já, það virðist vera mikill áhugi á þessu hérna, við virðust vera að hitta inn á einhverjar stærðir eða gerðir af íbúðum, sem virðist henta hér á þessu svæði. Við erum ekkert farnir að auglýsa en urðum að láta undan og opna inn á pöntunarlista, það er vissulega gaman af því.

Það er náttúrulega allt í gangi hér á Selfossi enda er þetta líka blómlegur staður að vera á, stutt í sveitina og stutt í borgina, þetta er bara flott samfélag sem gott er að búa í,“ bætir Pálmi við.

Pálmi segist stefna að því að byggja að minnsta kosti eina samskonar blokk í viðbót við hlið nýju blokkarinnar og kannski fleiri í framtíðinni.

Heimild: Visir.is