Home Fréttir Í fréttum Félag Björgólfs komið með yfirráð í Arnarhvoli

Félag Björgólfs komið með yfirráð í Arnarhvoli

300
0
Mynd: Frettabladid.is

Eignarhaldsfélagið LL41, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar og viðskiptafélaga hans, hefur keypt fagfjárfestasjóð GAMMA: Construo út úr framkvæmdafyrirtækinu Arnarhvoli.

<>

Þetta kemur fram í samrunatilkynningu sem var birt á vef Samkeppniseftirlitsins.

Félag Björgólfs, sem átti um 47 prósenta hlut í Arnarhvoli fyrir samrunann, keypti 52 prósenta hlut sjóðs GAMMA og fer því með yfirráð Arnarhvols.

Á meðal framkvæmda sem Arnarhvoll hefur komið að er uppbygging Grósku, skrifstofuhúss fyrir Vísindagarða í Vatnsmýrinni, sem er 17.500 fermetrar að stærð, og fjölbýlishús við Bjarkarholt í Mosfellsbæ.

Arnarhvoll er eina eign félagsins LL41. Erlenda félagið BAT Holding sarl er eigandi LL 41 en erlenda félagið á jafnframt Grósku ehf. sem heldur utan húsnæðið í Vatnsmýrinni.

Tekjur Arnarhvols námu 4,4 milljörðum króna árið 2019 og hagnaður nam 174 milljónum.

Heimild: Frettabladid.is