Home Fréttir Í fréttum VHE greiddi Pétri 58 milljónir

VHE greiddi Pétri 58 milljónir

309
0
Mynd: Haraldur Guðjónsson /vb.is

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Upphafs fékk tugmilljóna greiðslur frá verktakafyrirtæki sem reisti stærstan hluta bygginga félagsins.

<>

Verktakafyrirtækið VHE greiddi Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs fasteignafélags og félagi hans S3 ráðgjöf alls 58 milljónir króna á árunum 2015-2019 en á þeim tíma var Pétur í fullu starfi sem framkvæmdastjóri Upphafs.

Þetta kom fram í Kveik í Ríkissjónvarpinu nú fyrir skömmu.

Eins og fjallað var um í haust var gengi GAMMA:Novus eiganda upphafs fasteignafélags skráð 183 um mitt síðasta ár en var síðastliðið haust fært niður í 2. Í árslok 2018 stóð eigið fé sjóðsins í um 4,4 milljörðum en var síðasta haust orðið um 40 milljónir.

VHE var á starfstíma Upphafs umsvifamesti framkvæmdaaðilinn í byggingum hundruða íbúða sem ráðist var í á höfuðborgarsvæðinu. Frá árinu 2015 námu greiðslur Upphafs til VHE og undirverktaka þess ríflega sjö milljörðum króna.

Í Kveiksþættinum kom fram að samkvæmt heimildum þáttarins hafi ársreikningar S3 ráðgjafar vakið furðu yfirmanna hans hjá GAMMA en tekjur félagsins námu sem dæmi samtals 48 milljónum króna árin 2017 og 2018.

Fram kom í þættinum að í byrjun árs 2019 hafi Pétur neitað að gera grein fyrir þessum tekjum sem hafi orðið til þess að honum var skömmu seinna sagt upp störfum. Á þeim tíma lágu hins vegar ekki fyrir vísbendingar eða gögn um að það hafi verið VHE sem hafði greitt Pétri eða félögum hans.

Heimild: Vb.is