Framkvæmdir við nýja Frístundamiðstöð við Garðavöll á Akranesi standa yfir og hefur mikið gerst þar á bæ á undanförnum dögum.
Veðurfarið í febrúar hafði töluverð áhrif á framkvæmdahraðann en vel hefur gengið að undanförnu.

Framkvæmdanefnd lauk undirskrift samninga í febrúar við verktaka og eru nú allir samningar frágengnir um stærstu verkþætti verkefnisins.
Magnús Sólmundsson sendi okkur hér á skagafrettir.is loftmyndir af framkvæmdunum en aðrar myndir eru frá Golfklúbbnum Leyni.







Heimild: Skagafrettir.is