Home Fréttir Í fréttum Rúmlega 90m2 einbýlishús á rúmar 20 milljónir

Rúmlega 90m2 einbýlishús á rúmar 20 milljónir

811
0
Mynd: Eyjafrettir.is

Platan hússins var steypt á Þorláksmessu. Fluttu inn 17. febrúar.

<>

Platan var steypt á Þorláksmessu, sama daga og húsið kom í tveimur 40 feta fletum til Eyja frá Eistlandi.

Strax var hafist handa um að reisa húsið og hjónin Helga Dís Gísladóttir og Rafn Kristjánsson voru flutt inn 17. febrúar. Húsið er einingahús úr timbri, rúmir 90 fermetrar á einni hæð og fellur vel inn í umhverfið þar sem það stendur við Hásteinsveg 14 þar sem áður stóð húsið Hólar.

Heildarkostnaður er áætlaður rúmar 20 milljónir.

Blaðamaður bankaði upp á hjá þeim í síðustu viku og eru þau búin að koma sér vel fyrir en eiga eftir að ganga frá ýmsu smálegu bæði innan dyra og utan

Heimild: Eyjafrettir.is