Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun tilboða í viðbyggingu Grunnskólans í Borgarnesi

Opnun tilboða í viðbyggingu Grunnskólans í Borgarnesi

241
0

Tilboð í viðbyggingu og endurbætur á Grunnskólanum í Borgarnesi voru opnuð hjá Ríkiskaup þriðjudaginn 6. mars sl. Einungis eitt tilboð barst í verkið. Það var frá Eiríki J. Ingólfssyni húsasmíðameistara í Borgarnesi.

<>

Tilboðið hljóðaði upp á 818,5 m.kr. Kostnaðaráætlun verksins var upp á 689,6 m.kr. Tilboðið var því 18,7 % yfir kostnaðaráætlun. Tilboðið verður tekið til skoðunar og lagt mat á niðurstöðuna á næstu dögum.

Heimild: Borgarbyggð.is