Home Fréttir Í fréttum Mikið tjón þegar gifsbúnt féll á anddyri í Vallarkór

Mikið tjón þegar gifsbúnt féll á anddyri í Vallarkór

183
0
Myndir: Visir.is

Gifsbúnt féll úr talsverðri hæð á anddyri skrifstofu- og verslunarhúsnæðis í Vallakór í Kópavogi á þriðja tímanum í dag. Verið var að hífa gifsbúntið upp á fimmtu hæð þegar stroffa slitnaði með fyrrgreindum afleiðingum.

<>

Húsið er í eigu fasteignafélagsins Smáragarðs en Steinn Jóhannsson, verkefnastjóri hjá Smáragarði, segir engin slys hafa orðið á fólki. Verklaginu sé þannig háttað þegar verið er að hífa við húsið að enginn megi vera fyrir neðan og voru manneskjur hafðir í því verki að passa upp á að enginn myndi ganga þar um.

Þegar gifsið hafnaði á anddyrinu fóru í sundur tvö rör sem eru tengd við brunavarnarkerfi hússins og flæddi því mikið vatn í kjölfarið. Steinn segir að um sé að ræða mikið tjón og verið sé að vinna að viðgerðum vegna óhappsins en húsinu verður ekki lokað á meðan.

Heimild: Visir.is