
Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., undirrituðu leigusamning um húsnæði fyrir dómstólasýsluna að Suðurlandsbraut 14 í Reykjavík í dag.
Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) hafði umsjón með öflun húsnæðisins og hefur eftirlit með framkvæmd á staðnum.
Dómstólasýslan er sjálfstæð stjórnsýslustofnun sem annast sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna. Frekari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.domstolar.is.
Heimild: Fsr.is