Framkvæmdir við nýja frístundamiðstöð við Garðavöll á Akranesi ganga vel.
Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar á Akranesi hafa unnið við að rífa niður gömlu byggingarnar sem áður hýstu starfssemi Golfklúbbsins Leynis – og eru þeir nú langt komnir með að grafa fyrir grunni nýju byggingarinnar. Búið er að færa skrifstofuhúsnæði Leynis á þann stað þar sem bráðabirgðaaðstaða verður útbúinn í vor fyrir félagsmenn og gesti.
Þar verður veitingasala og salerni sett upp til bráðabirgða sumarið 2018.

Þessar myndir tók Magnús Sólmundsson félagsmaður í Leyni af framkvæmdum úr lofti og segja þessar myndir allt sem segja þarf.
Heimild: Skagafrettir.is