Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Vinna stend­ur nú yfir við nýj­an hjóla­stíg í Elliðaár­dal

Vinna stend­ur nú yfir við nýj­an hjóla­stíg í Elliðaár­dal

131
0
MYND: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Vinna stend­ur nú yfir við nýj­an hjóla­stíg í Elliðaár­dal. Stíg­ur­inn verður 1.650 metr­ar að lengd og ligg­ur þar sem reiðstíg­ur lá áður, á milli Sprengisands að stífu í Elliðaár­dal við Höfðabakka.

<>

Mik­il um­ferð gang­andi og hjólandi veg­far­enda er um stíg­inn sem fyr­ir er, meðfram Elliðaá, en mark­miðið er að aðskilja gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur. Nýi stíg­ur­inn verður tveir og hálf­ur metri að breidd með miðlínu og akst­urs­stefnu hjóla í báðar átt­ir.

Hér má sjá hvar nýi stígurinn, sá rauðlitaði, mun liggja.
Hér má sjá hvar nýi stíg­ur­inn, sá rauðlitaði, mun liggja.

Stíg­ur­inn verður mal­bikaður og upp­lýst­ur en hann er sunn­an gamla stígs­ins, sunn­an ár­inn­ar. Verktak­inn Jarðval átti lægsta boð í verkið í sum­ar og ann­ast það fyr­ir 65 millj­ón­ir króna. Hæsta boð hljóðaði upp á 127 millj­ón­ir króna.

Verklok eru áætluð um 15. des­em­ber og er verkið á áætl­un, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá borg­inni.

Mynd: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Heimild: Mbl.is