Home Fréttir Í fréttum Vilja 11 milljarða í húsnæðismál á næsta ári

Vilja 11 milljarða í húsnæðismál á næsta ári

61
0
Píratar leggja fram tillögu til fjárlaga fyrir næsta ár fyrir kosningarnar. Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Norður, segir það einsdæmi og að frambjóðendur flokksins velji raunhæfar lausnir fram yfir innantóm kosningaloforð.
Píratar vilja gera stórátak í húsnæðismálum og verja minnst ellefu milljörðum strax á næsta ári til að vinna upp mörg þúsund íbúða skort síðustu ár.

Stefna Pírata var kynnt á blaðamannafundi í dag. Þar var farið yfir helstu kosningamál flokksins og kynnt skuggafjárlög, þar sem áherslur voru kynntar.  Helgi Hrafn segir að helstu áherslumál flokksins séu heilbrigðismál og uppbygging húsnæðis til langtímaleigu.

<>

„Aðalmálið núna er að við erum að gefa út tölulegar upplýsingar um hvernig við ætlum að ná þessum markmiðum fram. Það er að segja þannig að aðrir landsmenn, fjölmiðlar og aðrir flokkar geti skoðað tölurnar og séð hvar þeir eru sammála okkur og hvar þeir eru ósammála okkur.

Og geti komið með tillögur að því hvað megi öðruvísi fara og það er í raun og verðu það sem við erum að gera hér,“ segir Helgi Hrafn.

Helgi segir að enginn flokkur ráði öllu einn og því sé mikilvægt að skýrar áherslur flokkanna liggi fyrir, fyrir kosningar. Í skuggafjárlögunum sé sýnt fram á hvernig sé hægt að ná fram þeim áherslum sem Píratar leggja áherslu á. „Þannig að þetta séu ekki bara einhver innantóm kosningaloforð svokölluð heldur áætlun þar sem fólk getur fylgst með og gagnrýnt og er þá til grundvallar í samtali seinna meir.

Þetta eru semsagt að ykkar mati raunhæf markmið? Þessi markmið eru að okkar mati raunhæf, já. Ef öðrum flokkum finnst það ekki þá viljum við gjarnan heyra af því eða ef landsmönnum finnst það ekki þá viljum við endilega heyra af því vegna þess að svona viljum við vinna á opinn og gegnsæjan hátt.

og við viljum að í vinnubrögðum endurspeglum við grunnstefnuna okkar sem fjallar um upplýstar ákvarðanir og opna og gegnsæja stjórnsýslu og af hverju ættu kosningabaráttur ekki að vera opnar og gegnsæjar,“ segir Helgi Hrafn.

Heimild: Ruv.is