Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Dælustöð í byggingu fyrir Selfossveitur

Dælustöð í byggingu fyrir Selfossveitur

159
0
Dælustöðin í byggingu. Ljósmynd/Árborg

Við vegamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar er nú verið að reisa dælustöð fyrir heitt og kalt vatn. Áætlað er að taka stöðina í notkun á næsta ári.

<>

Framkvæmdir við stöðina eru á undan áætlun en verktakinn er Tré og straumur ehf og verkkaupi eru Selfossveitur.

Í frétt á heimasíðu Árborgar segir að með tilkomu dælustöðvarinnar eykst bæði vatnsþrýstingur og afhendingaröryggi á heitu og köldu vatni á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Heimld: Sunnlenska.is