Home Í fréttum Niðurstöður útboða Fjög­ur teymi stóðust kröf­ur vegna fullnaðar­hönn­un­ar á rann­sókn­ar­húsi nýs Land­spít­ala

Fjög­ur teymi stóðust kröf­ur vegna fullnaðar­hönn­un­ar á rann­sókn­ar­húsi nýs Land­spít­ala

245
0
Drög að nýjum landspítala.

Öll hönn­un­art­eym­in fjög­ur sem tóku þátt í for­vali vegna fullnaðar­hönn­un­ar á rann­sókn­ar­húsi nýs Land­spít­ala stóðust kröf­ur nefnd­ar sem lagði mat á inn­send gögn.

<>

Fyrsti hóp­ur­inn er Græna­borg, þar sem inn­an­borðs eru Arkstudio ehf., Hnit verk­fræðistofa, Land­mót­un, Raf­t­ákn og Yrki arki­tekt­ar;

Verk­fræðistof­an Mann­vit og Arkís arki­tekt­ar mynda svo ann­an hóp; Corp­us3, það er Basalt arki­tekt­ar, Horn­stein­ar arki­tekt­ar, Lota ehf., og VSÓ ráðgjöf, eru þriðji hóp­ur­inn; Verk­fræðistof­an Verkís og TBL standa að þeim fjórða.

Í fram­haldi af þessu mun fara fram lokað útboð þar sem hönn­un­art­eym­in munu skila inn ýms­um til­boðum. Þegar afstaða hef­ur verið tek­in til þeirra og gengið frá samn­ing­um við ein­hvern þess­ara hópa get­ur sá hafið hönn­un­ar­vinnu.

Ef all­ar áætlan­ir ganga upp verður hægt að hefjast handa um bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir árið 2019. Áætluð stærð húss­ins er um 13.000 fer­metr­ar og kostnaður áætlaður sex millj­arðar króna.

Heimild: Mbl.is