Home Fréttir Í fréttum 11.07.2017 Brautarholt, Sóltún, Seljavegur. Frágangur gönguleiða

11.07.2017 Brautarholt, Sóltún, Seljavegur. Frágangur gönguleiða

162
0
Mynd: Sóltún

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í verkið:

<>

Brautarholt, Sóltún, Seljavegur. Frágangur gönguleiða. Útboð nr. 14019.

Útboðsgögn verða  eingöngu  aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is –  Frá þriðjudeginum 27. júní 2017.

Finna má leiðbeiningu um nýskráningu fyrirtækja á vefslóðinni http://reykjavik.is/utbodsauglysingar – Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella
„New supplier registration“ og fylgja leiðbeiningum á skjá.

Vakin er athygi á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en:  Kl. 14:00 þann 12. júlí 2017.

Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Verktaki skal vinna að frágangi gönguleiða á þremur svæðum:

Brautarholt:
Verkið felst í megindráttum í gerð gönguleiða umhverfis Brautarholt 7 og í Mjölnisholti við Brautarholt 14. Einnig felst verkið í viðbótum steyptrar gangstéttar á tveimur hornum á neðri hluta Mjölnisholts og einu horni í Ásholti við Laugaveg.
Verkið felst í megindráttum í eftirfarandi:
  Rif og förgun á malbiki, steyptri stétt, hellulagðri stétt, kantsteini og vegriði
  Rif og förgun á grasi og gróðri við núverandi göngustíg norðan Brautarholts 7.
  Jarðvegsskipti fyrir púða undir nýtt stígstæði.
  Steypt stétt umhverfis Brautarholt 7 og viðbætur á þremur gangstéttarhornum.
  Hellulögn á nýjum stíg norðan Brautarholts 7 sem hliðfærist frá því sem nú er.
  Færsla hellulagnar niður Mjölnisholt upp að hóteli Brautarholti 14.
  Malbikun nýrra bílastæða og svæða sem þarf að lagfæra.
  Þökulögn og frágangur á nýjum gróðri.
  Gröftur og frágangur lagnaskurðar fyrir kalt vatn og rafstrengi Veitna auk jarðvinnu tengda færslu dreifistöðvar

Sóltún:
Verkið felst í gerð steyptrar gangstéttar milli götu og lóðamarka að norðanverðu.
Verkið felst í megindráttum í eftirfarandi:
  Rif og förgun á malbiki og stéttum
  Nýr vélsteyptur kantsteinn
  Ný steypt stétt

Seljavegur:
Verkið felst í gerð gangstéttar framan við Seljaveg 1. Við framkvæmdina þarf að saga malbik þar sem nýtt malbik kemur undir kantstein þar sem ný stétt kemur að núverandi stétt.

Helstu magntölur verkanna þriggja eru:
•  Upprif á föstu yfirborði:  700 m²
•  Uppgröftur:  40 m³
•  Malarfylling:  160 m³
•  Malbikun:  140 m²
•  Hellulögn:  740 m²
•  Steypt stétt:  730 m²
•  Kantsteinn:  165 m
•  Þökulögn:  125 m²
•  Tré:  3 stk
•  Runnar:  24 stk
•  Yfirborðsmerkingar sprautumálun:  190 m

Lokaskiladagur verks 15. nóvember 2017