Home Fréttir Í fréttum Leggja veg við nýja brú yfir Morsá á Skeiðar­ársandi

Leggja veg við nýja brú yfir Morsá á Skeiðar­ársandi

292
0
Morsár­brú­in var smíðuð í fyrra og nú verður lagður að henni veg­ur. Mynd: mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Héraðsverk hf. á Eg­ils­stöðum átti lægsta til­boðið í vega­gerð að brú yfir Morsá á Skeiðar­ársandi, en þau voru opnuð nú í vik­unni. Veg­arkafl­inn verður um 2,9 kíló­metr­ar og er norðan við nú­ver­andi Skeiðar­ár­brú.

<>

Miðað er við að vinnu við veg að brúnni nýju og verk­inu öllu ljúki um miðjan sept­em­ber á þessu ári. Til­boð Héraðsverks var upp á 118,6 millj­ón­ir króna eða 78,4% af kostnaðaráætl­un sem var 150,8 millj­ón­ir króna. Fjög­ur til­boð bár­ust Vega­gerðinni, það hæsta upp á 195,2 millj­ón­ir króna eða 129,5% af áætluðum kostnaði. Tals­verðir efn­is­flutn­ing­ar fylgja þess­ari fram­kvæmd auk þess sem leggja þarf ný ræsi og end­ur­nýja göm­ul, setja rof­vörn á veg­arkant og svo fram­veg­is.

Nýja Mors­ábrú­in, sem er 68 metra löng, kem­ur í stað Skeiðar­ár­brú­ar­inn­ar sem er 880 löng og var tek­in í notk­un árið 1974 en með til­komu henn­ar varð hring­veg­ur­inn svo­nefndi til.