Home Fréttir Í fréttum 350 íbúðir á lóðum Heklu við Heklu við Laugaveg og Brautarholt

350 íbúðir á lóðum Heklu við Heklu við Laugaveg og Brautarholt

226
0
Mynd: Mbl.is

Umtalsverð fjölgun íbúða og þjónustuhúsnæðis er fyrirhuguð við ofanverðan Laugaveg á athafnasvæði Heklu við Laugaveg og Brautarholt. Gert er ráð fyrir að fjöldi íbúða á svæðinu geti verið 320 til 350 íbúðir.

<>

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu skrifuðu undir viljayfirlýsingu um uppbygginguna á miðvikudaginn og verður hún samstillt við fyrirhugaðan flutning höfuðstöðva Heklu í Suður-Mjódd, en unnið er að því hjá Reykjavíkurborg að gera þá lóð úthlutunarhæfa.

Nú stendur yfir hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag svæðis meðfram samgöngu- og þróunarás við Laugaveg og er niðurstöðu dómnefndar að vænta í næsta mánuði.

Heimild: Vb.is