Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Malbikun og jarðvegsskipti á göngustígum í Sveitarfélaginu Árborg

Opnun útboðs: Malbikun og jarðvegsskipti á göngustígum í Sveitarfélaginu Árborg

275
0

Gröfuþjónusta Steins ehf. á Selfossi átti lægsta tilboðið í malbikun og jarðvegsskipti á göngustígum í Sveitarfélaginu Árborg. Tilboðin voru opnuð í gær.

<>

Tilboð Steins hljóðaði upp á tæpar 17,9 milljónir króna en kostnaðaráætlun verksins er rúmlega 16,9 milljónir.

Fjórir aðrir verktakar buðu í verkið. Smávélar ehf buðu rúmar 20,7 milljónir króna, Jón Ingileifsson ehf tæpar 21,4 milljónir, Borgarverk ehf. tæpar 24,6 milljónir og Jarðlist ehf átti hæsta tilboðið, tæpar 26,9 milljónir króna.

Annars vegar er um að ræða jarðvegsskipti, ásamt lagningu ídráttarröra, undir göngustíg við Engjaveg. Hins vegar er um að ræða malbikun á göngustígum á Selfossi og Stokkseyri, sorprampi á gámasvæðið í Sandvíkurhreppi og í malarbletti á bílaplani við Gagnheiði 39.

Fyrir malbikun á Stokkseyri þarf að rífa upp steyptan göngustíg sem liggur meðfram Eyrarbraut og Hásteinsvegi.

Heimild: Sunnlenska.is