Home Fréttir Í fréttum KEA byggir 150 herbergja hótel á Akureyri

KEA byggir 150 herbergja hótel á Akureyri

149
0
Mynd: www.kea.is
KEA hefur ákveðið að hefja byggingu 150 herbergja hótels við Hafnarstræti 80 á Akureyri. Þetta verður stærsta hótel á Akureyri og reyndar á Norðurlandi öllu. Ekki liggur fyrir undir hvaða merki hótelið verður starfækt.

Það er KEA fjárfestingarfélag sem stendur að baki framkvæmdunum, en KEA keypti lóðina við Hafnarstræti 80 fyrir um tveimur árum. Síðan þá hefur verið unnið að breytingum á skipulagi lóðarinnar fyrir hótelbyggingu.

<>

Lóðin er á svokölluðum Drottningarbrautarreit á Akureyri þar sem gerð er krafa til sérstaks útlits þeirra húsa sem þar rísa. Í tilkynningu á heimasíðu KEA segir að frumdrög að hönnun hússins liggi þegar fyrir og að hönnunarvinna hafi sérstaklega tekið mið af því að húsið falli sem best að umhverfi sínu. Reiknað er með að framkvæmdatími verði um 2 ár og hótelið verði opnað á vormánuðum 2019.

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, segir að þarna verði um að ræða hótel með mikla möguleika vegna staðsetningar þess. Það sé þörf fyrir fleiri hótel á Akureyri vegna síaukins fjölda ferðamanna og KEA telji að áður en langt um líður verði áhugi ferðamanna á Norðausturlandi sem heilsársáfangastað meiri en áður.

Heimild: Ruv.is