Kokkálsvíkurhöfn, endurbygging furubryggju
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps óskar eftir tilboðum í verkið „Kokkálsvíkurhöfn, endurbygging furubryggju“. Verkið felst í að endurbyggja um 12 m furubryggju.
Helstu verkþættir eru:
Bryggjurif ………………………………………………………… 80 m²
Jarðvinna ………………………………………………………….
Steypa landvegg ……………………………………………… 12 m
Reka niður bryggjustaura ………………………………….. 7 stk.
Endurbyggja bryggju úr gagnvarðri furu (NTR-M) .. 108 m²
Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. júli 2015.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) og skrifstofu Kaldrananeshrepps, Holtagötu á Drangsnesi, frá og með þriðjudeginum 21. apríl 2015. Verð útboðsgagna er 5.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 5. maí 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 sama dag.
Heimild: Vegagerðin