Home Fréttir Í fréttum Opnun tilboða í Selfosslínu og Hellulínu

Opnun tilboða í Selfosslínu og Hellulínu

152
0
Strengur lagður í jörð

Þjótandi á Hellu átti lægsta tilboðið í lagningu jarðstrengs í svokallaða Hellulínu II en tilboð voru opnuð hjá Landsneti nýlega.

<>

Tilboð Þjótanda var rétt rúmar 214 milljónir króna en kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á 293 milljónir króna. Sex buðu í verkið.

Verkið felst í nýrri jarðstrengstengingu milli Hellu og Hvolsvallar, um 13 km strengs. Hann verður lagðu meðfram Þjóðvegi 1 frá tengivirki við Hellu að tengivirki við Hvolsvöll.

Ingileifur Jónsson á Svínavatni og IJ landstak áttu lægsta tilboðið í Selfosslínu III en það er ný jarðstrengstenging milli Selfoss og Þorlákshafnar. Tilboðið hljóðaði upp á 365,5 milljónir króna eða um 81% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á rúmar 448 milljónir króna. Sjö buðu í verkið.

Heimild: Sunnlenska.is