Home Fréttir Í fréttum Skýjakljúfrar taka yfir London

Skýjakljúfrar taka yfir London

97
0

Íbúðir í London eru eflaust þær dýrustu á leigumarkaðinum í Evrópu þessa dagana.

<>

Einn af þeim skýjakljúfrum sem koma til með að setja svip sinn á borgina.
Fallegt? Einn af þeim skýjakljúfrum sem koma til með að setja svip sinn á borgina.

Samkvæmt fréttaflutningi breskra miðla er fasteignamarkaðurinn að springa út.

Samkvæmt frétt Daily Mail eru um það bil 263 skýjakljúfrar í byggingu í þessari höfuðborg Bretlands og munu þær setja svip sinn á útlit miðborgarinnar á næstu árum.

London í Bretlandi hefur lengi vel getað státað sig af frekar lágstemmdum byggingum en nú virðist breyting þar á.

Verktakar á vegum borgarinnar hafa, samkvæmt breskum miðlum, náð að breyta viðhorfi almennings til þessara bygginga því mikill meirihluti íbúa vill sjá skýjakljúfrana verða að veruleika.

„Þessar byggingar eru í raun bara fasteignir fyrir forríka útlendinga sem koma til Bretlands og vilja setjast þar að,“ segir Milton John, einn af fjölmörgum fasteignasölumönnum í London.

Þá hafa fjölmargir Bretar gagnrýnt fyrirhugaðar byggingar og segja þær úr takt við allt sem á undan er gengið í miðborg London og að skýjakljúfrarnir komi til með að líta út eins og atriði úr geimmynd frekar en að falla að fasteignasögu og byggingum í miðborginni.

Heimild: Dv.is