Home Fréttir Í fréttum Hraðlest til Keflavíkur innan áratugar

Hraðlest til Keflavíkur innan áratugar

90
0
Hraðlest

Kostnaður við verkefnið er áætlaður um 100 milljarðar króna. Verkefnið er talið hagkvæmt.

<>

Hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur verður komin á sporið innan áratugar að sögn Runólfs Ágústssonar, verkefnastjóra hjá Ráðgjöf og verkefnastjórnun. Þetta kom fram í viðtali við hann í hádegisfréttum RÚV.

Hlutafélag um verkefnið verður líklega stofnað í sumar, en kostnaðurinn við verkefnið er áætlaður um 100 milljarðar króna. Runólfur segir að verkefnið sé hagkvæmt og að arðsemi þess hafi aukist. Áður en ráðist verði í rannsóknir og hönnun lestarkerfisins þurfi þó að skilgreina lagalega umgjörð verkefnisins. Engin ákvæði um lestir séu í íslenskum lögum.

Fyrir helgi var undirritað samkomulag milli Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinar um samstarf um þróun samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu. Runólfur sagði mikilvægt að hraðlestin milli Reykjavíkur og Keflavíkur myndi spila saman við hugsanlegt léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Hraðlestin myndi stoppa á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og vert væri að léttlestarkerfið tæki mið af því þannig að skiptistöðvar þessara tveggja kerfa myndu tengjast.

Heimild: Vb.is