
Byggðarráð Norðurþings samþykkti á dögunum samkomulag við PCC Seaviews Residenses um úthlutun lóða til fyrirtækisins í Holtahverfi á Húsavík.
Fyrirtækið fær úthlutað lóðum fyrir 11 parhús innan hverfisins og mun samkvæmt samkomulaginu við sveitarfélagið ljúka framkvæmdum við uppbyggingu parhúsanna á næstu sex til átta mánuðum.
Á móti mun sveitarfélagið hefjast handa við gatnagerð svo fljótt sem verða má á grundvelli útboðs frá sl. sumri
Heimild: 640.is