Home Fréttir Í fréttum PCC fær lóðir undir 11 parhús í Holtahverfi á Húsavík

PCC fær lóðir undir 11 parhús í Holtahverfi á Húsavík

122
0
Svæði E í Holtahverfi, hér er fyrirhugað að PCC Seaview Residences byggi 45 íbúðir. Mynd: Vikudagur.is / epe

Byggðarráð Norðurþings samþykkti á dögunum samkomulag við PCC Seaviews Residenses um úthlutun lóða til fyrirtækisins í Holtahverfi á Húsavík.

<>

Fyrirtækið fær úthlutað lóðum fyrir 11 parhús innan hverfisins og mun samkvæmt samkomulaginu við sveitarfélagið ljúka framkvæmdum við uppbyggingu parhúsanna á næstu sex til átta mánuðum.

Á móti mun sveitarfélagið hefjast handa við gatnagerð svo fljótt sem verða má á grundvelli útboðs frá sl. sumri

Heimild: 640.is