Home Fréttir Í fréttum Alls sendu átta aðilar inn tilboð í hönnunarútboð í húsnæði Byggðastofnunar

Alls sendu átta aðilar inn tilboð í hönnunarútboð í húsnæði Byggðastofnunar

176
0
Mynd/Stoð ehf.

Alls sendu átta hæfir aðilar inn tilboð í hönnunarútboð vegna nýs skrifstofuhúsnæðis Byggðastofnunar á Sauðárkróki en þátttakendur voru valdir með tilliti til hæfni og reynslu að hönnun mannvirkis og lóðar. Á vef Framkvæmdasýslu ríkisins segir að leitað hafi verið eftir hönnunarteymi, sem gæti tekið að sér að hanna skrifstofubygginguna, samkvæmt kröfu og þarfalýsingu sem er hluti af útboðsgögnum.

<>

Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar segir að yfirferð útboða sé á lokastigi og verður tilkynnt um niðurstöðu og samið um hönnun þann 7. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir að smíði hússins verði svo boðin út seinni hluta næsta sumars.

Hús Byggðastofnunar mun rísa við Sauðármýri 2, sunnan við pósthúsið og austan við Ábæ. Mynd: PF.
Hús Byggðastofnunar mun rísa við Sauðármýri 2, sunnan við pósthúsið og austan við Ábæ. Mynd: PF.

 

„Meginástæða þess að ákveðið var að fara út í nýbyggingu er sú að eftir því sem starfseminni hefur vaxið fiskur um hrygg þrengir að henni hér á Ártorgi sem hentar starfseminni illa og ekki einfalt að bæta úr og aðrir betri kostir á leigumarkaði hér á svæðinu ekki fyrir hendi,“ segir Aðalsteinn aðspurður um framkvæmdir.  Hann segir það mat stofnunarinnar að eins og aðstæður séu á leigumarkaði þá sé það einfaldlega hagkvæmari kostur fyrir hana til lengri tíma litið að byggja og eiga sjálf húsnæði undir starfsemina og að auki til þess fallið að treysta starfsemi hennar í sessi til langframa hér á Sauðárkróki.

Fyrirhugað er að byggingin verði um 900 fermetrar og mun standa við Sauðármýri 2.

Heimild: Feykir.is