Home Fréttir Í fréttum Vantar fimmtán milljarða til að fjármagna samgönguáætlun

Vantar fimmtán milljarða til að fjármagna samgönguáætlun

41
0

Mikið misræmi er á milli þingsályktunar um samgönguáætlun 2015-2018, sem Alþingi samþykkti í október 2016 og fjármálaáætlunar. Misræmið á árinu 2017 er um 15 milljarðar og óbreyttu þarf að skera samgönguáætlun niður sem því nemur.

<>

Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í dag. Frumvarðið gerir ráð fyrir 27,9 milljarða framlagi til samgöngumála en samkvæmt samgönguáætlun átti að leggja til 43 milljarða.

Samkæmt fjárlagafrumvarpinu lækka heildarútgjöld til samgöngumála um 600 milljónir á milli ára, úr 28,6 milljörðum í 27,9 milljarða.

Samgönguáætlunin var samþykkt á þinginu mótatkvæðalaust í október. Athygli þegar leiðtogar þeirra flokka sem komu fyrst að viðræðum VG, Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sögðu að staða í ríkisfjármálum væri verri en gert var ráð fyrir vegna þess að samgönguáætlun væri ófjármögnuð.

Þrátt fyrir að fjárframlög til málaflokksins lækki eykst fjárfestingarsvigrúm til samgöngumála um 2,4 milljarða, þar af er gert ráð fyrir að 1,1 milljarður fari í byggingu nýrrar Vestmannaeyjarferju.

Heimild: Visir.is