Home Fréttir Í fréttum Keppa í iðn- og verk­grein­um

Keppa í iðn- og verk­grein­um

269
0
Frá vinstri: Reyn­ir Óskars­son, Bjarki Rún­ar Steins­son, Iðunn Sig­urðardótt­ir, Ant­on Örn Gunn­ars­son, Bjarni Freyr Þórðar­son og Sara Anita Scime. mbl.is/​Freyja Gylfa

Iðn- og verk­greina­keppn­in EuroSk­ills fer fram í Gauta­borg nú í viku­lok. Sjö full­trú­ar Íslands keppa á mót­inu sem tek­ur þrjá daga. „Það verða um 500 kepp­end­ur frá 28 Evr­ópu­lönd­um,“ seg­ir Björn Ágúst Sig­ur­jóns­son, formaður Verkiðnar, sam­taka um keppn­ir í iðn- og verk­grein­um á Íslandi.

<>

Björn Ágúst starfar hjá Rafiðnaðarsam­band­inu en hann hef­ur verið formaður Verkiðnar frá stofn­un árið 2010. Sam­tök­in standa fyr­ir Íslands­mót­inu í iðn- og verk­grein­um en eiga auk þess aðild að EuroSk­ills- og WorldSk­ills-sam­tök­un­um sem standa fyr­ir alþjóðleg­um mót­um.

Ald­urstak­mark EuroSk­ills-leik­anna miðast við 25. ald­ursár en ald­ur­sviðmið er í raun eina þátt­töku­regl­an. Ekki er sagt til um hversu langt viðkom­andi megi eða eigi að hafa náð í námi. „Maður get­ur verið að byrja [í námi] eða jafn­vel löngu bú­inn með sveins­próf og far­inn að vinna.“

Full­trú­ar Íslands í ár keppa sem fyrr seg­ir í sjö iðngrein­um. Ant­on Örn Gunn­ars­son kepp­ir í húsa­smíði, Axel Fann­ar Friðriks­son í graf­ískri miðlun, Bjarki Rún­ar Steins­son í málmsuðu, Bjarni Freyr Þórðar­son í raf­virkj­un, Iðunn Sig­urðardótt­ir í mat­reiðslu, Reyn­ir Óskars­son í pípu­lagn­ing­um og Sara Anita Scime í hár­greiðslu. Liðsstjóri er Svan­borg Hilm­ars­dótt­ir raf­magns­tækni­fræðing­ur.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vefsíðu EuroSk­ills 2016 verða keppn­is­grein­arn­ar rúm­lega 40 í ár. Björn Ágúst seg­ir það mis­jafnt eft­ir grein­um hvernig keppn­in fer fram.

„Í raf­virkj­un­inni vinna kepp­end­ur verk­efni á bás eins og þegar þeir taka sveins­prófið hér heima. Í mat­reiðslu eru þeir auðvitað að elda og í hár­greiðslunni eru það allskon­ar hár­greiðslur en ég er nú ekki mik­ill sér­fræðing­ur á því sviði.“

Hann seg­ir það þó sam­merkt með öll­um grein­um að kepp­end­ur fái upp­lýs­ing­ar um verk­efn­in áður en út er haldið.

„Svo fara dóm­ar­ar yfir verk­efnið en þeir hafa leyfi til að breyta því um allt að 30%. Þannig kem­ur ekk­ert raun­veru­lega á óvart en á sama tíma geta kepp­end­ur ekki lært allt með bundið fyr­ir aug­un. Þar sem það er búið að breyta ein­hverju þurfa þeir líka að hugsa á staðnum,“ seg­ir Björn Ágúst.

Heimild: Mbl.is