Home Fréttir Í fréttum Ný skrifstofubygging fyrir Airport Associates

Ný skrifstofubygging fyrir Airport Associates

242
0
Mynd: Istak

ÍSTAK annast byggingu nýrrar 2600 fermetra skrifstofubyggingar fyrir flugþjónustufyrirtækið Airport Associates. Airport Associates sér um alla þjónustu við farþega- og fraktflugvélar. Svo sem hleðslu flugvéla og annarrar þjónustu á flughlaði, farþegainnritun og flugafgreiðslu.

<>

Nýja byggingin er staðsett við Keflavíkurflugvöll. ÍSTAK er aðalverktaki við bygginguna og byrjaði í ágúst á jarðvinnu og sökklum fyrir bygginguna. ÍSTAK er einnig stýriverktaki á lagnakerfum byggingarinnar sem þýðir að ÍSTAK sér um samskipti og samninga við fyrirtæki sem sjá um lagnakerfin.

Áætluð verklok eru í júní 2017.

Heimild: Istak