Home Fréttir Í fréttum Geirsgata vík­ur fyr­ir bíla­kjall­ara tímabundið

Geirsgata vík­ur fyr­ir bíla­kjall­ara tímabundið

284
0
Geirs­gata-Lækj­ar­gata. Nú þegar er búið að loka beygjuak­rein á gatna­mót­un­um. Færsla Geirs­götu er framund­an. mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son

Um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar á gatna­kerfi Aust­ur­bakka við Gömlu höfn­ina í Reykja­vík eru að hefjast.

<>

Vegna fram­kvæmda við bíla­kjall­ara und­ir Geirs­götu og nýj­ar bygg­ing­ar á Aust­ur­bakka verður hluti Geirs­götu færður tíma­bundið til norðurs og gat­an jafn­framt þrengd á þeim kafla í eina ak­rein í hvora átt. Þessi hjá­leið um Geirs­götu verður í notk­un fram á næsta sum­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Bjarna Brynj­ólfs­son­ar, upp­lýs­inga­stjóra Reykja­vík­ur­borg­ar. Há­marks­hraði verður 30 km á svæðinu.

Breyt­ing­arn­ar munu óhjá­kvæmi­lega leiða til þess að Geirs­gat­an ber mun minni bílaum­ferð en hún hef­ur gert til þessa. Fyrsti áfangi breyt­ing­anna var fram­kvæmd­ur í síðustu viku þegar tvær beygjuak­rein­ar voru fjar­lægðar á mót­um Geirs­götu og Lækj­ar­götu.

Heimild: Mbl.is