
Þorsteinn Hlynur Jónsson er 49 ára athafnamaður sem ólst upp í sveit, á bænum Brúnum frammi í Eyjafirði í Öngulstaðahreppi sem foreldrar hans byggðu upp. Hann hefur komið víða við í hótel og veitingarekstri og stofnaði m.a. veitingastaðinn Greifann ásamt nokkrum félögum sínum, sem er fyrir löngu orðinn eitt af helstu kennileitum Akureyrar. Í dag er hann kominn í bygginga- og fasteignabransann og er að byggja 80 íbúðir í Naustahverfi.
Heimild: Vikudagur.is