Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir hefjast fljótlega á Ásgarðslaug í Garðabæ

Framkvæmdir hefjast fljótlega á Ásgarðslaug í Garðabæ

409
0
Mynd: VA arkitektar

Útboðið var opnað í gær skv. auglýsingu.  Ekki er vitað um niðurstöðu útboðs á þessum tímapuntið

<>

Verkið er hannað af  VA arkitektum með Verkís og felst í nýjum heitum pottum, vaðlaug og útirými ásamt endurnýjun sundlaugar, búningsklefa, danssalar og æfingasalar.
Kjallari verður stækkaður til að koma fyrir nýjum pottum og hreinsibúnaði og lagnakerfi endurnýjuð.

Framkvæmdir hefjast 15. nóvember næstkomandi og áætluð verklok er 1. nóvember 2017.

10-11-2016-asgardslaug-eftir-breytingarnar

Helstu breytingar

  • Öll yfirborðsefni verða endurnýjuð á baðklefum og sundlaug.
  • Byggðir verða nýir heitir pottar með nuddstútum undir yfirborðinu.
  • Nýr kaldavatnspottur verður byggður sem tengdur verður hreinsikerfi og hitastýringu.
  • Vað-/setlaug verður byggð. Þar verður komið fyrir barnarennibraut.
  • Tveir „nuddfossar“ verða settir upp á bakka barnalaugarinnar.
  • Gufubað verður endurnýjað og flísalagt.
  • Nýjar útisturtur verða settar upp fyrir utan gufubaðið.
  • Sundlaugin verður óbreytt í lögun en tröppur í enda barnalaugar fjarlægðar og einnig „sveppurinn“ til að skapa betra rými til kennslu yngstu aldurshópa.
  • Flísalögn í sundlaug og umhverfis hana verður endurnýjuð sem og ljósabúnaður, öryggisbúnaður og hreinsikerfi.
  • Nýir ráspallar verða settir upp og mun sundlaugin rúma tímatökutæki til sundmóta ef svo ber undir.
  • Útiklefar verða endurnýjaðir með þremur sturtum hvor og hitalömpum. Salerni verða í útiklefum. Gengið verður út úr sturtusvæði út á sundlaugarsvæðið þannig að vott og þurrt svæði skarast ekki.
  • Í inniklefum karla og kvenna verður byggður nýr klefi fyrir fatlaða með salerni og sturtu sem hægt er að loka af.
  • Sturtur verða allar endurnýjaðar ásamt lögnum og varmaskiptum. Skápar munu halda sér ásamt aðgangsstýrikerfi.
  • Ný girðing kemur utan um allt sundlaugarsvæðið. Áferð á girðingu og húsum verður standandi timburklæðning. Vaktturn hverfur og í staðinn verður vaktherbergi á útisvæði með nokkrum skjám fyrir myndavélakerfi.
  • Geymsla fyrir kennslutæki og áhöld verður við hlið barnalaugar ásamt aðstöðu kennara og þjálfara.
  • Á efstu hæð verður gólfið í danssalnum lagað.
  • Við hlið danssalarins verður gamla gufubaðið fjarlægt og rýmið opnað. Þar verður þrekaðstaða almennings. Hlaupabretti, þrekhjól og stigvélar verða færðar þangað upp ásamt nokkrum alhliða styrktarþjálfunartækjum og léttum lóðum.
  • Kraftþjálfunaraðstaða íþróttafólks verður flutt úr kjallaranum þangað sem þrekaðstaða almennings er nú.

Til að koma fyrir nýjum pottum og hreinsibúnaði verður kjallari stækkaður og mun hann ná kringum alla laugina. Inngangur í kjallara verður frá Stjörnutorgi. Skúr við suðurenda svæðisins verður fjarlægður og trjágarður lendir utan girðingar.

Vegna vinnuaðstöðu verktaka þarf að fjarlægja tré við suðurendann og verður sá reitur endurskipulagður við lokafrágang að verki loknu.

Áætluð opnun sundlaugarinnar er 1. nóvember 2017.

Plaköt sem sýna fyrirhugaðar breytingar