Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi ÍSTAK annast nú byggingu nýrrar meðferðarstöðvar fyrir SÁÁ

ÍSTAK annast nú byggingu nýrrar meðferðarstöðvar fyrir SÁÁ

248
0
Mynd: Istak

Árið 2017 mun SÁÁ fagna 40 ára afmæli sínu. Á afmælisárinu mun það bera hæst að ný meðferðarstöð verður tekin í notkun. ÍSTAK annast nú byggingu þessarar nýju og fullkomnu meðferðarstöðvar fyrir SÁÁ í landi þeirra á Vík á Kjalarnesi.

<>

ÍSTAK er aðalverktaki að nýju byggingunni og sér um alla jarðvinnu, uppsteypu og frágang utanhús á nýju viðbyggingunni. Áætluð verklok að ytra byrði byggingarinnar eru í febrúar 2017

Nýja og sérhannaða meðferðarstöðin fyrir alla eftirmeðferð á vegum samtakanna verður svo tekin í notkun á 40 ára afmæli samtakanna í október sama ár. Á sama tíma verður meðferð hætt á Staðarfelli. En þar hefur hún verið þá í 37 ár eða frá því 1980.

Heimild: Istak.is