Home Fréttir Í fréttum Samið um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík

Samið um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík

101
0

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í dag samning um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík. Stefnt er á að framkvæmdir hefist í byrjun næsta árs og að heimilið verði tilbúið snemma árs 2019. Heildarkostnaður er áætlaður rúmlir 2,9 milljarðar króna, að undanskildum búnaðarkaupum.

<>

Reykjavíkurborg leggur til lóð og verður heimilið byggt við Sléttuveg í Fossvogi. Borgin mun einnig annast hönnun og verkframkvæmdir. Skipting kostnaðar miðast 40% framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra, 45% úr ríkissjóði og 15% frá Reykjavíkurborg og miðað er við hundrað hjúkrunarrými.

Hjúkrunarheimilið við Sléttuveg er annað tveggja hjúkrunarheimila sem mun rísa á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum samkvæmt áætlun heilbrigðisráðherra um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Að auki eru áætlaðar framkvæmdir við nýtt hjúkrúnarheimili á Seltjarnarnesi. Samtals liggja því fyrir ákvarðanir um uppbyggingu 204 nýrra hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu.

Sjúkratryggingar Íslands og Reykjavíkurborg munu gera samning um rekstur hjúkrunarheimilisins og skal hann liggja fyrir í lok apríl 2018 í síðasta lagi. Reykjavíkurborg er heimilt að fela þriðja aðila að reka hjúkrunarheimilið að fenginni staðfestingu Sjúkratrygginga Íslands.

Samhliða byggingu hjúkrunarheimilisins mun Reykjavíkurborg standa að byggingu þjónustumiðstöðvar og íbúða fyrir aldraða og verður innangengt við hjúkrunarheimilið. Markmiðið er að samnýta aðstöðu eins og eldhús, Sali, sjúkraþjálfun, tómstundaaðstöðu og fleira. Gert er ráð fyrir þessari samnýtingu í samningnum sem undirritaður var í dag.

Heimild: Visir.is