Home Fréttir Í fréttum Land­vernd hafa kært fyr­ir­hugaða laga­setn­ingu um Bakka­lín­ur til ESA

Land­vernd hafa kært fyr­ir­hugaða laga­setn­ingu um Bakka­lín­ur til ESA

80
0
Mynd: Norðurþing

Land­vernd hafa kært fyr­ir­hugaða laga­setn­ingu um Bakka­lín­ur til Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA). Að mati sam­tak­anna væru slík lög brot á rétti um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka til að bera ákv­arðanir stjórn­valda und­ir dóm­stól eða ann­an óháðan og sjálf­stæðan úr­sk­urðaraðila. Fram­kvæmda­leyfi fyr­ir Bakka­lín­um, þar með talið um­hverf­is­mat frá 2010, eru nú í skoðun hjá úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála í fjór­um kæru­mál­um sam­tak­anna. Nefnd­in stefn­ir að því að úr­sk­urða í mál­un­um í vik­unni 10.-14. októ­ber, seg­ir í til­kynn­ingu frá Land­vernd.

<>

„Bakka­línu­frum­varpið miðar ann­ar­s­veg­ar að því að aft­ur­kalla fram­kvæmda­leyfi sveit­ar­fé­lag­anna sem kærð voru og koma þannig í veg fyr­ir að úr­sk­urðað verði í mál­inu og hins­veg­ar að gefa út nýtt fram­kvæmda­leyfi fyr­ir lín­un­um. Slík lög myndu kippa kæru­rétt­in­um úr sam­bandi og væru því brot á EES-samn­ingn­um, eins og fjöldi sér­fræðinga hef­ur bent Alþingi á. „Við ákváðum að leita strax til ESA með þetta mál og höf­um fengið það staðfest að þau muni skoða málið ef og þá um leið og lög­in yrðu samþykkt af Alþingi“, seg­ir Ólaf­ur Þröst­ur Stef­áns­son, formaður Fjör­eggs í Mý­vatns­sveit,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að sam­tök­in séu einnig að kanna mögu­leik­ann á því að kvarta til eft­ir­lits­nefnd­ar Árósa­samn­ings­ins og að senda kæru til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu verði frum­varpið samþykkt, en ráðgjöf hol­lenska laga­pró­fess­ors­ins Kees Bast­meijer til at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is er af­drátt­ar­laus um að lög­in séu lík­leg til að fara gegn ákvæðum Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um rétt­láta málsmeðferð. „Sú staðreynd að lík­lega eru bara ein til tvær vik­ur í úr­sk­urð sýna ein­beitt­an brota­vilja stjórn­valda gegn nátt­úru­vernd og um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­um í land­inu. Á sama tíma þegja þunnu hljóði þau yf­ir­völd sem bera ábyrgð á fram­fylgd um­hverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­laga í land­inu, þ.e.a.s. um­hverf­is­ráðuneytið og und­ir­stofn­an­ir þess“, seg­ir Guðmund­ur Ingi í frétta­til­kynn­ingu.

Heimild: 641.is