„Þessi aðgerð kom okkur algjörlega í opna skjöldu, við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið,“ segir Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks á Selfossi.
Fulltrúar ríkisskattstjóra, með aðstoð lögreglunnar, stöðvuðu í vikunni starfsemi fyrirtækisins BH-10 ehf., sem var nýlega orðið undirverktaki Jáverks við byggingarverkefni á Reykjanesi, vegna vangoldinna skatta upp á rúmar 100 milljónir króna.
BH-10 var einnig með starfsemi í Reykjavík, með alls 32 starfsmenn á þessum tveimur stöðum. Gylfi segir að þetta fyrirtæki muni ekki starfa áfram fyrir þá, á meðan mál þess hjá yfirvöldum sé óútkljáð.
Heimild: Mbl.is