Home Fréttir Í fréttum Eru lög um höfundarrétt arkitekta og hönnuða úrelt?

Eru lög um höfundarrétt arkitekta og hönnuða úrelt?

503
0
Teikning af hótel við Hörpu

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur fyrir málþingi um höfundarrétt í Safnahúsinu 6. október og verður sjónum beint að höfundarrétti hönnuða og arkitekta. Hver er þróunin í höfundarréttarmálum, hvernig er hægt að verja höfundavarið efni, hversu lengi eiga réttindin að vara og hver er leiðin fram á við? Og að lokum, hvar liggur línan milli réttinda, laga og siðferðis?

<>

Málþingið er haldið samhliða Hönnunarverðlaunum Íslands, en verðlaunin verða afhend að málþingi loknu.

Það er ekki ný saga að brotið sé á höfundarrétti og að eigendur höfundarréttar þurfi stöðugt að verja hann. Í heimi internets, hraða og auðveldrar afritunar hafa forsendur breyst á þann veg að létt er að nálgast höfundarvarið efni og taka ófrjálsri hendi, en það er líka einfalt að komast að því þegar efni er hlaðið niður.

Höfundarréttur varir í 70 ár eftir andlát höfundar og spurning hvort eðlilegt sé í nútímasamfélagi að erfingjar höfundarréttar haldi réttinum svo lengi.

Heimild: Ai.is