Home Fréttir Í fréttum Unnið að deiliskipulagi fyrsta áfanga uppbyggingar í Blikastaðalandi

Unnið að deiliskipulagi fyrsta áfanga uppbyggingar í Blikastaðalandi

40
0

Nordic Office of Architecture á Íslandi hefur unni[ undanfarin tvö ár í samstarfi við SLA og EFLU unnið að deiliskipulagi fyrsta áfanga uppbyggingar í Blikastaðalandi og er tillagan nú til auglýsingar í Skipulagsgátt.

Nýtt íbúðahverfi rís sunnan núverandi byggðar í Mosfellsbæ, á samgöngu- og þróunarás höfuðborgarsvæðisins, með sterku samspili byggðar, náttúru og sjálfbærri þróun. Borgarlínustöð verður við Blikastaðabæinn þar sem byggð verður þéttustu en byggðin lækkar í átt að náttúru og tekur mið af landslagi, sólarstöðu og vindáttum.

Endurgerður Blikastaðabær verður hjarta hverfisins innan um blandaða starfsemi, þjónustu og almenningsrými í tengslum við Borgarlínu, skóla og útivist. Byggðin styður virkt samfélag með öflugu stígakerfi og fjölbreyttum dvalar-, leik- og hreyfisvæðum innan um rík náttúrugæði.

Á svæðinu verða 1.260 íbúðir, skólar, verslun og þjónusta þar sem byggð og landslag mynda vistleg og fjölbreytt rými. Byggðamynstrið skiptist í fjögur söguleg hverfi — Flatir, Blikastaðir, Flóa og Hólstún/Ásatún — hvert með sínum staðaranda.

Grænir geirar, lækir, votlendi og almenningsgarðar tengja svæðið og tryggja að stutt sé í náttúru frá öllum íbúðum.
Skilvirkt net samgangna, gróður og lifandi jarðhæðir skapa aðlaðandi götumynd.

Skipulag Blikastaðalands er í samræmi við áherslur í aðalskipulagi Mosfellsbæjar, svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og vistvottun BREEAM.

Heimild: Nordic Office of Architecture