Home Fréttir Í fréttum Bæta skólahús og sundlaug endurbyggð

Bæta skólahús og sundlaug endurbyggð

3
0
Bláskógabyggð Litið yfir Laugarvatn; skólahús og íþróttamannvirki. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Gert er ráð fyrir 252 millj. kr. afgangi í rekstri Bláskógabyggðar á næsta ári, en heildarvelta sveitarfélagsins þá er áætluð 3,5 milljarðar króna.

Í útgjöldum sveitarfélagsins verða fræðslumál stærsti pósturinn, og til þeirra fara 1,5 ma. kr. eða um 57% af útgjöldum sveitarsjóðs.

Gjaldskrár Bláskógabyggðar hækka á nýju ári almennt um 3,5%, en íbúum er mætt með ýmsu móti. Áfram bjóðast heimgreiðslur til foreldra barna á aldrinum 12-24 mánaða upp á 180 þús. kr. kjósi þeir að setja börn sín ekki á leikskóla. Frístundastyrkur til barna og ungmenna hækkar í 60 þús.

Þá verða í boði styrkir til kaupa og uppsetningar á varmadælum í íbúðarhúsum á svæðum þar sem hitaveita er ekki.

Heimld: Mbl.is